Ályktun Norræns þjóðfundar á Íslandi 2006


Öflugri Norðurlönd utan ESB

"Norrænn þjóðfundur haldinn á Íslandi 28.-30. júlí 2006, hvetur til þjóðfélagsþróunar sem ýtir undir virka samfélagslega þátttöku fólks og samábyrgð. Fullveldi þjóða er grundvallarforsenda fyrir raunverulegu lýðræði. Fundurinn leggur áherslu á nánara milliríkjasamstarf Norðurlandanna, byggt á samningum sem virði sjálfstæði hvers ríkis.

Samstarf norrænu ríkjanna er einstakt meðal þjóða og til fyrirmyndar.
Norrænn þjóðfundur vill styrkja það og jafnframt efla alþjóðlegt samstarf sem stuðlar að:


- samábyrgð og samstöðu,
- félagslegum og efnahagslegum jöfnuði,
- virðingu fyrir umhverfinu og vistfræðilegu jafnvægi,
- jafnrétti,
- atvinnu fyrir alla,
- skilningi og samvinnu á milli þjóða,
- skuldbindandi samstarfi á sviði umhverfismála og mannréttinda og til lausnar deilumála á vettvangi stofnana SÞ.

Norrænn þjóðfundur vekur athygli á að Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi vegnar mjög vel utan Evrópusambandsins.

Evrópusambandsins er að þróast í sambandsríki með vaxandi miðstýringu. Norrænn þjóðfundur varar við þessari þróun sem er til þess fallin að grafa enn frekar undan fullveldi aðildarríkjanna og leggur þess í stað til að öll Norðurlöndin standi utan Evrópusambandsins.